Fara í efni

Fréttir

05.05.2025

Alútboð - Iðnaðarhúsnæði við Borgarteig 15

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í verkið Borgarteigur 15, Sauðárkrókur - Iðnaðarhús 2025 - Alútboð 2025. Um er að ræða 816 m² nýbyggingu iðnaðarhúsnæðis úr límtré- eða stálgrind á lóð núverandi áhaldahúss Skagafjarðar á Borgarteigi 15 á Sauðárkróki.
05.05.2025

Verndarsvæði í byggð á Sauðárkróki - Kirkjutorg 1

Hjá byggingarfulltrúa Skagafjarðar liggja fyrir gögn vegna tilkynntra framkvæmda við Kirkjutorg 1 á Sauðárkróki. Framkvæmdirnar varða breytingar á einangrun og klæðningu hússins að utan og er áætlaður verktími 6 mánuðir. Framkvæmdin er innan verndarsvæðis í byggð sem er norðurhluti gamla bæjarins á Sauðárkróki.
03.05.2025

Umhverfisdagar Skagafjarðar

Umhverfisdagar Skagafjarðar 2025 verða haldnir dagana 5. – 17. maí. Í ár eru 36 ár frá því að umhverfisdagar voru fyrst haldnir í firðinum. Íbúar eru hvattir til að hlúa að umhverfinu og er takmarkið,snyrtilegra og fegurra umhverfi. Mikilvægt er að íbúar, fyrirtæki, býli og félagasamtök taki höndum saman, tíni rusl, komi bílhræjum, vélhræjum og...
02.05.2025

Næsthæsti styrkur úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar við Staðarbjargarvík

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra úthlutaði í vikunni úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fyrir árið 2025. Að þessu sinni hlut 28 verkefni styrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun er 553,2 milljónir króna og dreifast verkefnin um land allt. Að venju snúa verkefnin að fjölbreyttri uppbyggingu, m.a. á sviði öryggismála, náttúruverndar,...
30.04.2025

Skráning í Vinnuskólann stendur yfir

Við vekjum athygli á því skráningar í Vinnuskóla Skagafjarðar fyrir sumarið 2025 eru í fullum gangi. Vinnuskólinn verður starfandi frá þriðjudeginum 10. júní til föstudagsins 8. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Leitast er við að veita öllum 13 til 16 ára unglingum búsettum í Skagafirði aðgang í skólann. Árgangarnir sem í hlut eiga eru fæddir á...
30.04.2025

Styrktarhlaup fyrir félagið Einstök börn þann 1. maí nk. á Sauðárkróki

Hlaupahópurinn 550 Rammvilltar stendur fyrir hinu árlega styrktarhlaupi fyrir félagið Einstök börn þann 1. maí nk. á Sauðárkróki. Upphitun hefst við Sundlaug Sauðárkróks uppúr kl. 13:30 og hlaupið hefst kl. 14:00. Tvær leiðir eru í boði, 3 og 5 km, sem hægt er að stytta eða lengja að vild - hlaupandi, gangandi eða hjólandi. Hreyfibingóspjöld í...
25.04.2025

Máltíðir fyrir eldra fólk í dreifbýli

 Félagsmála – og tómstundanefnd Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. að hefja reynsluverkefni í samstarfi við Varmahlíðarskóla og Grunnskólann austan Vatna. Samstarfið miðar að því að bjóða eldri borgurum utan Sauðárkróks að sækja um matarþjónustu hjá stuðnings- og stoðþjónustu Skagafjarðar og sækja matarbakka í...
23.04.2025

Setning Sæluviku

Sæluvika, lista- og menningarhátíð í Skagafirði, verður dagana 27. apríl - 3. maí. Setningin verður í Safnahúsinu sunnudaginn 27. apríl kl 13 þar sem veitt verða samfélagsverðlaun Skagafjarðar. Vísnakeppnin verður á sínum stað, tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar, opnun myndlistarsýningar Sólóns myndlistafélags og kaffi og terta fyrir gesti.
16.04.2025

Páskadagskráin í Skagafirði

Það verður mikið um að vera í Skagafirði um páskana og ýmsir viðburðir í boði. Tónleikar, leiksýningar, bingó, helgihald í kirkjunum og margt fleira.
16.04.2025

Opnunartími sundlauga yfir páskana

Opnunartími sundlauganna í Skagafirði yfir páskana.