Fara í efni

Fréttir

14.05.2025

Tilkynning um fráveituframkvæmdir í Víðihlíð á Sauðárkróki 14. - 15. maí

Vakin er athygli á því að vegna fráveituframkvæmda í Víðihlíð á Sauðárkróki í dag og  á morgun, megi búast við vegaþrengslum á framkvæmdasvæðinu. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.
12.05.2025

Næsti fundur sveitarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 14. maí nk.

38. fundur sveitarstjórnar verður haldinn að Sæmundargötu 7a, miðvikudaginn 14. maí 2025 og hefst kl. 16:15 Dagskrá:Fundargerð 1. 2504006F - Byggðarráð Skagafjarðar - 1411.1 2503329 - Bréf frá foreldraráði Ársala1.2 2504016 - Styrktarsjóður EBÍ1.3 2504029 - Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf 20251.4 2503299 - Tilboð í hólf nr. 23 Hofsósi1.5...
12.05.2025

Tilkynning til hunda- og kattaeigenda

Sveitarfélagið vill vekja athygli á að samkvæmt samþykkt um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu Skagafirði ber kattareigendum að taka tillit til fuglalífs á varptíma og eftir atvikum takmarka útiveru þeirra, m.a. að næturlagi. Kettir skulu vera örmerktir og ávallt bera ól um hálsinn. Á ólinni skal vera plata, sem í er grafið...
09.05.2025

Varmahlíðarskóli áfram í úrslit Skólahreysti 2025

Varmahlíðarskóli tók á dögunum þátt í undankeppni Skólahreysti í riðli 1 á Akureyri. Liðið lenti í 2. sæti riðilsins með jafnmörg stig og sigurvegarar Grunnskóla Húnaþings vestra. Nú er komið í ljós hvaða 4 skólar sem enduðu ekki í fyrsta sæti í sínum riðlum komast áfram á grundvelli besta árangurs úr þeirra hópi og taka þátt í 12 liða úrslitum...
09.05.2025

Truflanir á afhendingu á hitaveituvatni á Sauðárkróki og Skarðshreppi

Truflanir verða á afhendingu á hitaveituvatni frá kl. 16:00, mánudaginn 12. maí og fram eftir nóttu vegna endurbóta á virkjunarsvæði okkar í Borgarmýrum. Skagafjarðarveitur vilja benda fólki á að muna eftir að hafa lokað fyrir krana á töppunarstöðum og huga að dælum fyrir upphitun á uppblöndunarkerfum gólfhita og bílaplönum. Reikna má með að...
09.05.2025

Blóðbankabílinn á Sauðárkróki

Sveitarfélagið vekur athygli á því að blóðbankabílinn verður á Sauðárkróki, við Skagfirðingabúð þriðjudaginn 13. maí nk. frá kl. 11:00 - 17:00.
08.05.2025
Menning og mannlíf

Ertu með viðburð á 17. júní?

Undirbúningur vegna hátíðarhalda í tilefni 17. júní stendur nú yfir og óskar sveitarfélagið eftir upplýsingum um viðburði eða opnanir víðsvegar úr Skagafirði sem hægt er að setja á dagskrá. Vinsamlegast sendið upplýsingar á mannlif@skagafjordur.is  
07.05.2025

Miklar leysingar og flóð í Héraðsvötnum

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vekur athygli á vatnavöxtum í Austari Jökulsá og Héraðsvötnum. Austari Jökulsá er komin upp fyrir 5 ára flóðamörk á vatnshæðamælinum við Skatastaði (V433) og er enn á uppleið, nálgast 10 ára mörkin. Vatnshæð á þessum stað mælist nú um 420 cm og hefur ekki mælst svona há síðustu 2 ár. Ekki eru miklar líkur á...